Gagnlegar upplýsingar
Bílaþjónusta á Akureyri
Góð þjónusta í meira en fjóra áratugi
Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf er stærsta bílaleiga landsins með um 5000 bíla í rekstri yfir sumartímann. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval vel útbúinna bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 15 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla og sendibíla af mörgum gerðum. Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er aðili að Vakanum gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar auk þess að vera fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðlinum ÍST ISO 14001.