Skyldur leigutaka

5)  Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamnings og hefur fengið afrit af honum.

6)  Leigutaki skal skila ökutækinu:

a) Ásamt öllum fylgihlutum svo sem hjólbörðum, verkfærum, skjölum, möppum og öðrum búnaði sem var í eða á bílnum við útleigu í sama ásigkomulagi og það var við móttöku að undanskildu eðlilegu sliti vegna notkunar. Leigutaki samþykkir að  kostnaðarverð einstakra hluta sem ekki fylgja við skil sé skuldfært á kreditkort leigutaka. Sama á við um aukahluti sem leigðir eru með bifreiðinni.

b) Á tilskildum tíma samkvæmt samningi nema um annað verði samið síðar.

7)  Brjóti leigutaki gegn ákvæðum samnings þessa, skili ekki ökutækinu á umsömdum tíma samkvæmt samningi eða láti vita um áframhaldandi leigu er leigusala eða lögreglu heimilt að taka ökutækið í sína vörslu án frekari fyrirvara á kostnað leigutaka. Áframhaldandi leiga er háð samþykki leigusala. Skili leigutaki ökutækinu 1 klst. eða síðar eftir að samningstími rennur út er leigusala heimilt að innheimta allt að sólarhringsgjaldi samkvæmt samningi. Fyrir hvern leigudag sem hefst eftir það er leigusala heimilt að innheimta samkvæmt gjaldskrá.

8) Akstur bílaleigubíla á vegum eða slóðum sem ekki hafa vegnúmer er bannaður. Stranglega bannað er að aka fólksbílum og eindrifsbílum á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum ásamt Kjalvegi (vegur 35) og um Kaldadal (vegur 550), slíkt er aðeins heimilt á fjórhjóladrifnum jeppum sem leigusali samþykkir til aksturs á slíkum vegum. Brot gegn grein þessari heimila leigusala að beita leigutaka sektargreiðslu sem skal samsvara fjárhæð sjálfsábyrgðar, skv. gildandi verðskrá leigusala hverju sinni. Framangreint ákvæði um sektir hefur ekki áhrif á skyldur leigutaka til greiðslu skaðabóta vegna tjóns. Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á að kynna sér færð og ástand vega á ferðum sínum ásamt veðurspám og almennum viðvörunum þar að lútandi.

9)  Ökutækinu skal stjórnað og ekið gætilega. Einungis þeir sem skráðir eru ökumenn á framhlið leigusamnings hafa leyfi til að aka ökutækinu. Skili leigutaki ökutækinu annars staðar en á þeim stað sem leigusamningur kveður á um, er leigusala heimilt að skuldfæra kreditkort leigutaka samkvæmt verðskrá hverju sinni fyrir þeim kostnaði sem hlýst af því að sækja ökutækið. Ef  ökutækier ekki skilað með fullum eldsneytistanki er leigusala heimilt að skuldfæra kreditkort leigutaka fyrir því eldsneyti sem upp á vantar í samræmi við gildandi verðskrá leigusala. Leigutaki ber ábyrgð á tjóni sem leiðir af notkun ökutækisins og ekki fæst bætt af vátryggingarfélagi ökutækisins, þ.m.t. tjóni á ökutækinu og/eða farþegum sem rekja má til eftirtalinna þátta:

a) Aksturs utan vega eða aksturs í ám eða hvers konar vatnsföllum.

b) Ásetningsverka eða stórkostlegs gáleysis svo og notkunar ökumanns á vímugjöfum.

c) Notkunar ökutækisins er brýtur í bága við landslög og/eða ákvæði leigusamnings.

10)  Sé um árekstur eða tjón að ræða skal leigutaki tafarlaust tilkynna um atburðinn til leigusala, lögreglu eða annara þeirra aðila sem sjá um skýrslutöku vegna tjóna. Það er alfarið á ábyrgð leigutaka að gerð sé tjónaskýrsla í öllum tilfellum þegar tjón verður.

11)  Kílómetrafjöldi (km) sem ökutækinu er ekið meðan leigusamningur er í gildi, ákvarðast með álestri á venjulegan  kílómetra-mæli sem fylgir ökutækinu frá framleiðanda. Leigutaki skal tilkynna leigusala svo fljótt sem auðið er ef kílómetra mælirinn verðuróvirkur á leigutímanum.

12)  Leigusali er ekki ábyrgur fyrir hvarfi muna eða skaða á þeim sem leigutaki, eða einhver annar aðili, geymdi eða flutti í eða á ökutækinu.

13) Leigutaki samþykkir að greiða leigusala samkvæmt kröfu:

a) Geymslufé er nemi áætluðum leigukostnaði.

b) Öll útgjöld sem leigusali verður fyrir, ef hann þarf að koma ökutækinu til baka til aðseturs leigusala hafi það verið skilið eftir eftirlitslaust, án tillits til ástands ökutækisins, vega eða veðurs. Á sama hátt ber leigutaki þann kostnað sem til fellur vegna flutnings á ökutækinu vegna tjóns sem leigutaki hefur valdið.

14) Leigutaka er óheimilt að láta framkvæma viðgerðir eða breytingar á ökutækinu og fylgihlutum þess eða leyfa nokkra veðsetningu á því án áður fengins samþykkis leigusala.

15)  Leigutaki er ábyrgur fyrir öllum stöðumælasektum og sektum fyrir umferðarlagabrot.

16)  Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta þóknun hjá leigutaka af kreditkorti hans, samkvæmt verðskrá leigusala, komi til þess að leigusali verði að greiða sektir fyrir leigutaka og/eða upplýsa yfirvöld um leigutaka vegna umferðalagabrota.

17) Leigutaka er óheimilt að nota ökutækið til flutninga á farþegum gegn greiðslu, lána það eða framleigja.

18) Ef leigutaki hunsar ábendingar leigusala um að koma með bifreið í smurningu, þjónustuskoðun eða lögbundna bifreiðaskoðun þá er leigusala heimilt að innheimta vanrækslugjald skv. gjaldskrá Hölds.