Ábyrg ferðaþjónusta

Eins og fram kemur í umhverfisstefnu fyrirtækisins er Bílaleigu Akureyrar mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við leggjum okkur fram við að leita stöðugt leiða til umbóta í átt að sjálfbærni og viljum þannig axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur fyrirtækisins hefur á samfélagið og umhverfið. Við tökum virkan þátt í verkefnum innan ferðaþjónustunnar sem varða öryggi ferðamanna, umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. Þann 10. janúar 2017 skrifuðum við undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, hvatningaverkefni sem íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð standa að. Með undirritun yfirlýsingarinnar höfum við skuldbundið okkur til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Þátttaka í verkefninu gefur okkur hjá Bílaleigu Akureyrar tækifæri til að þróa áherslur okkar í ábyrgri ferðaþjónustu enn frekar og um leið erum við hluti af stærri heild, ferðaþjónustu sem leggur áherslu á ábyrga starfshætti og sjálfbærni í rekstri.

Hér fyrir neðan má sjá hluta af þeim verkefnum sem við höfum lagt áherslu á að undanförnu.

Ganga vel um og virða náttúruna

  • Við upplýsum viðskiptavini um viðkvæma náttúru landsins og umgengni við hana á heimasíðu fyrirtækisins sem og í öðru kynningarefni.

  • Við höfum náð yfir 80% endurvinnsluhlutfalli með flokkun og endurnýtingu.

  • Starfsmenn gróðursettu 4072 tré á árinu 2019 og við drógum umtalsvert úr pappírsnotkun með innleiðingu á rafrænum lausnum.

Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi

  • Við vinnum að uppsetningu á eigin appi sem inniheldur ítarlegar upplýsingar fyrir viðskiptavini og sjálfvirkar tilkynningar um viðvaranir vegna veðurs, færðar á vegum, náttúruhamfara og öðru neyðarástandi sem áætlað er að gefa út um mitt ár 2020.

  • Við erum með formlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands.

  • Áhættumat vegna viðskiptavina er yfirfarið minnst einu sinni á ári.

Virða réttindi starfsfólks.

  • Öllum erlendum starfsmönnum var boðin kennsla í íslensku þeim að kostnaðarlausu.

  • Öll námskeið fara fram á þeim tungumálum sem starfsfólk fyrirtækisins skilur.

Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

  • Við höfum haldið áfram að styrkja íþrótta- og menningarstarf um allt land.

Áfram veginn

  • Í byrjun árs 2020 fjölguðum við rafbílum og tengiltvinnbílum og erum í dag með yfir 400 bíla í visthæfum flokkum í flota okkar.