Gæðastefna


Við erum stolt af því að vera fyrsta bílaleigan á Íslandi til að öðlast vottun samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001

 

Þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt ISO 9001.
Vottunin nær til starfstöðva fyrirtækisins í Reykjavík sem og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

 

Gæðastefna Bílaleigu Akureyrar

Höldur - Bílaleiga Akureyrar er leiðandi fyrirtæki á íslenskum bílaleigumarkaði sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu.

Fyrirtækið skilgreinir sig sem þjónustudrifið og sveigjanlegt með þarfir viðskiptavinarins í huga alla tíð og hefur stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi.

  • Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að hafa í sinni þjónustu gott og ánægt starfsfólk. Hjá því starfar einkar samhentur hópur sem leggur sig fram við að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu, með lipurð og sveigjanleika að leiðarljósi. Metnaður er lagður í fræðslu starfsfólks allt frá móttöku nýs starfsfólks til símenntunar og námskeiðahalds.

  • Góð og persónuleg þjónusta er lykilatriði í daglegum rekstri fyrirtækisins þar sem viðmót starfsfólks skiptir sköpum. Þjónusta við viðskiptavini er alltaf í fyrirrúmi og þeim sinnt á skjótan og fagmannlegan hátt. Við leggjum okkur fram um að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina og einkunnarorð okkar eru “ Þínar þarfir – okkar þjónusta “.

  • Áhersla er lögð á að ásýnd fyrirtækisins sé til fyrirmyndar. Allar starfsstöðvar eru merktar fyrirtækinu á áberandi hátt og mikið er lagt upp úr hreinlæti og snyrtimennsku bæði innan dyra og utan. Starfsfólk notar viðeigandi einkennisfatnað og sýnir starfsumhverfi sínu virðingu í umgengni.

  • Upplýsingatækni er mikilvægur þáttur í rekstrinum og í stöðugri framþróun. Fyrirtækið rekur metnaðarfull innri og ytri vefsetur í þeim tilgangi að miðla upplýsingum jafnt til starfsfólks sem viðskiptavina á sem aðgengilegastan máta.

  • Fyrirtækið kappkostar að bjóða upp á fjölbreytt úrval nýlegra bíla af öllum stærðum og gerðum sem uppfylla kröfur viðskiptavina um öryggisbúnað og visthæfni.

  • Mikil áhersla er lögð á stöðugar framfarir í rekstrinum og allra leiða leitað til að hámarka árangur, læra af reynslunni og gera betur í dag en í gær til að verða enn betri bílaleiga.

  • Fyrirtækið ætlar að standa við skuldbindingar sínar og gerða samninga gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki, og virða þau lög og reglugerðir sem stjórnvöld setja.

  • Sem brautryðjandi í íslenskum bílaleigurekstri á fyrirtækið sér langa og farsæla sögu. Stjórn þess er í mun að reka gott og vel þekkt fyrirtæki með ásættanlegum hagnaði og tryggja þannig áframhaldandi vöxt þess og framgang.