Atvinnuumsókn

Höldur ehf -  Bílaleiga Akureyrar er leiðandi fyrirtæki á íslenskum bílaleigumarkaði sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu. Fyrirtækið skilgreinir sig sem þjónustudrifið og sveigjanlegt með þarfir viðskiptavinarins í huga alla tíð og hefur stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að hafa í sinni þjónustu gott og ánægt starfsfólk. Hjá því starfar einkar samhentur hópur sem leggur sig fram við að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu, með lipurð og sveigjanleika að leiðarljósi. Metnaður er lagður í fræðslu starfsfólks allt frá móttöku nýs starfsfólks til símenntunar og námskeiðahalds.

Atvinnuumsókn má senda okkur með því að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan og smella á senda.

Við leggjum áherslu á að ferilskrá (CV) og mynd fylgi umsókn þinni.

Skrá umsókn: