16.11.2022
Höldur – Bílaleiga Akureyrar og Hopp Reykjavík hlutu Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir nýsköpunarverkefnið Hopp deilibílar.
Nánar
15.06.2022
Í ár var Höldur eitt af 15 efstu fyrirtækjunum í flokki stórra fyrirtækja í könnun VR, Fyrirtæki ársins. Höldur hlaut því viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2022 frá VR.
Nánar
01.02.2022
Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Höldi – Bílaleigu Akureyrar hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega en fámenna athöfn í Grósku.
Nánar
19.01.2022
Síðastliðið ár hefur Höldur - Bílaleiga Akureyrar unnið að uppbyggingu hleðsluinnviða á starfsstöðum fyrirtækisins í tengslum við aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum og fjölgun visthæfra ökutækja í bílaflota fyrirtækisins.
Nánar
30.09.2021
Höldur – Bílaleiga Akureyrar keypti nýverið 70 Kia E-Niro rafbíla af bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru með yfir 450 km drægi við bestu aðstæður. Þeir verða boðnir bæði í langtímaleigu sem og í skammtímaleigu til viðskiptavina Hölds.
Nánar
02.06.2021
Við tvöföldum verðgildi ferðagjafar* þegar þú leigir bíl á skammtímaleigu hjá einhverri af útleigustöðvum Bílaleigu Akureyrar um land allt. Þetta þýðir að 5.000 kr. ferðagjöf verður að 10.000 kr. greiðslu upp í bílaleigubíl.
Nánar
21.05.2021
Við leitum að hressum, duglegum og þjónustulunduðum einstaklingum í sumarstörf og framtíðarstörf í afgreiðslu hjá Bílaleigu Akureyrar á starfstöðvum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavík.
Nánar
12.05.2021
Föstudaginn 28. maí kl. 8:00 munum við opna nýja, rúmgóða og stórglæsilega aðstöðu í Skútuvogi 8 og þar með flytja alla okkar starfsemi úr Skeifunni 9
Nánar
20.04.2021
Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. festi nýverið kaup á 100% rafknúnum Maxus sendi- og fólksbílum, e-Deliver 3 sendibílum og Euniq 7 sæta fólksbílum.
Nánar
22.01.2021
Bílaleigan Akureyrar - Höldur ehf. hefur tekið við tuttugu bílum af gerðinni Hyundai Kona EV sem bílaleigan fékk afhenta nýlega hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ. Um er að ræða Premium útgáfu þessa 100% rafbíls sem búinn er ríkulegum öryggis- og þægindabúnaði ásamt stærri og langdrægari rafhlöðunni, 64 kWh, sem skilar snörpum 204 hestöflum og allt að 449 km drægni á rafhlöðunni.
Nánar