24.08.2020
Höldur hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Nánar
30.06.2020
Við tvöföldum verðgildi ferðagjafar¹ þegar þú leigir bíl á skammtímaleigu hjá einhverri af útleigustöðvum Bílaleigu Akureyrar um land allt.
Nánar
23.03.2020
Bílaleiga Akureyrar gerði nýverið samning við einn fremsta sundmann landsins, Anton Svein Mckee.
Anton Sveinn sem er margfaldur Íslandsmeistari í sundi gerðist nýlega atvinnnumaður í greininni. Hann gekk til liðs við Toronto Titans í Kanada og mun því synda í deild þeirra allra bestu á næstunni.
Bílaleiga Akureyrar er ákaflega stolt af því að geta lagt þessum frábæra og metnaðarfulla sundmanni lið og óskum við Antoni Sveini góðs gengis í komandi verkefnum.
Nánar
18.03.2020
Nú getur þú látið þrífa bílinn hjá okkur á Egilsstöðum. Við erum til húsa að Lagarbraut 4 í Fellabæ. Pantaðu tíma í þvott, bón og alþrif fyrir bílinn þinn í síma 461-6070 eða með því að senda okkur póst á netfangið egilsstadir@holdur.is. Við höfum opið milli 8 og 17 alla virka daga og tökum vel á móti þér.
Nánar
11.03.2020
Á dögunum var nýr samstarfssamningur undirritaður í húsakynnum Leiknis. Samstarf milli félaganna má rekja allt aftur til ársins 2011 og því afar ánægjulegt að fjölga góðum samstarfsárum enn frekar.
Nánar
13.02.2020
Starfsstöð Bílaleigu Akureyrar – Europcar á Keflavíkurflugvelli hlaut nýverið viðurkenningu frá Rentalcars.com sem eftirlætis bílaleiga viðskiptavina þeirra.
Nánar
24.01.2020
Við leitum að öflugum einstaklingi í starf stöðvarstjóra á starfssvæði Bílaleigu Akureyrar á Keflavíkurflugvelli.
Nánar
13.01.2020
Nýverið endurnýjaði Höldur - Bílaleiga Akureyrar samstarfssamning sinn við HSÍ. Við erum stolt af því að styðja við bakið á strákunum okkar en samstarfið má rekja allt aftur til ársins 1987.
Við sendum karlalandsliðinu baráttukveðjur á EM og fylgjumst spennt með -Áfram Ísland!
Nánar
02.04.2019
Vefurinn langtimaleiga.is er kominn í loftið. Meðal þess sem finna má á vefnum er reiknivél þar sem notendur síðunnar geta skoðað verð á bílum út frá ólíkum leigutíma, akstri og tryggingavernd. Þá er hægt að setja bíla í samanburð og bera saman ólíka bíla og leiðir í langtímaleigu.
Nánar
13.03.2019
Útleigustöð Bílaleigu Akureyrar á Reykjavíkurflugvelli fékk nýverið afhenta viðurkenningu frá fyrirtækinu Rentalcars sem er einn stærsti bílaleigumiðlari heims.
Nánar