Fréttaveita

Höldur hlýtur jafnlaunavottun

Höldur hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Nánar

Bílaleiga Akureyrar styður við bakið á fremsta sundmanni landsins.

Bílaleiga Akureyrar gerði nýverið samning við einn fremsta sundmann landsins, Anton Svein Mckee. Anton Sveinn sem er margfaldur Íslandsmeistari í sundi gerðist nýlega atvinnnumaður í greininni. Hann gekk til liðs við Toronto Titans í Kanada og mun því synda í deild þeirra allra bestu á næstunni. Bílaleiga Akureyrar er ákaflega stolt af því að geta lagt þessum frábæra og metnaðarfulla sundmanni lið og óskum við Antoni Sveini góðs gengis í komandi verkefnum.
Nánar

Þvottur og bón á Egilsstöðum

Nú getur þú látið þrífa bílinn hjá okkur á Egilsstöðum. Við erum til húsa að Lagarbraut 4 í Fellabæ. Pantaðu tíma í þvott, bón og alþrif fyrir bílinn þinn í síma 461-6070 eða með því að senda okkur póst á netfangið egilsstadir@holdur.is. Við höfum opið milli 8 og 17 alla virka daga og tökum vel á móti þér.
Nánar

Bílaleiga Akureyrar styður Leikni Reykjavík

Á dögunum var nýr samstarfssamningur undirritaður í húsakynnum Leiknis. Samstarf milli félaganna má rekja allt aftur til ársins 2011 og því afar ánægjulegt að fjölga góðum samstarfsárum enn frekar.
Nánar

Verðlaun frá Rentalcars.com

Starfsstöð Bílaleigu Akureyrar – Europcar á Keflavíkurflugvelli hlaut nýverið viðurkenningu frá Rentalcars.com sem eftirlætis bílaleiga viðskiptavina þeirra.
Nánar

Stöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli

Við leitum að öflugum einstaklingi í starf stöðvarstjóra á starfssvæði Bílaleigu Akureyrar á Keflavíkurflugvelli.
Nánar

Stoltir stuðningsaðilar HSÍ síðan 1987.

Nýverið endurnýjaði Höldur - Bílaleiga Akureyrar samstarfssamning sinn við HSÍ. Við erum stolt af því að styðja við bakið á strákunum okkar en samstarfið má rekja allt aftur til ársins 1987. Við sendum karlalandsliðinu baráttukveðjur á EM og fylgjumst spennt með -Áfram Ísland!
Nánar

Nýr vefur langtímaleigu

Vefurinn langtimaleiga.is er kominn í loftið. Meðal þess sem finna má á vefnum er reiknivél þar sem notendur síðunnar geta skoðað verð á bílum út frá ólíkum leigutíma, akstri og tryggingavernd. Þá er hægt að setja bíla í samanburð og bera saman ólíka bíla og leiðir í langtímaleigu.
Nánar

Viðurkenning frá Rentalcars

Útleigustöð Bílaleigu Akureyrar á Reykjavíkurflugvelli fékk nýverið afhenta viðurkenningu frá fyrirtækinu Rentalcars sem er einn stærsti bílaleigumiðlari heims.
Nánar

„Yfirlýsing í ljósi umræðu um kílómetrastöðu bíla“

Viðskiptavinir Hölds – Bílaleigu Akureyrar, geta treyst því að bílar fyrirtækisins eru traustir og áreiðanlegir bílar og að ekki hefur verið átt við kílómetramæla þeirra á nokkurn hátt hvorki innan þess tíma sem bifreiðin er notuð til útleigu, né að þeim tíma loknum þegar komið er að sölu.
Nánar