Jafnlaunastefna
Höldur leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd séu jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja jafnlaunastefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir. Framkvæmdaráð Hölds setur fram jafnlaunamarkmið árlega sem mæld eru í launagreiningu. Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni. Jafnlaunastefna Hölds er órjúfanlegur hluti af mannauðs- og launastefnu félagsins.
Höldur skuldbindur sig til að:
- Starfrækja vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðli ÍST 85, skjalfesta og viðhalda.
- Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt.
- Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kanna hvort það mælist munur á launum eftir kyni og bregðast við sé þess þörf.
- Kynna stefnuna fyrir öllum starfsmönnum félagsins og gera hana aðgengilega starfsmönnum og almenningi.
Stefna þessi nær til allra starfsmanna Hölds.