Umhverfisstefna

Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til að öðlast vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001

Þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt ISO 14001. Vottunin nær til allrar starfsemi Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni 9, þar með talið skrifstofu, afgreiðslu, bifreiðaverkstæðis og þjónustudeildar bifreiða. Vottunin tekur einnig til starfstöðva fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.


Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til  lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Bílaleiga Akureyrar ætlar að:

  • Tryggja að starfsfólk hljóti þjálfun og sé upplýst um umhverfisþætti fyrirtækisins og að alltaf sé farið að lögum og reglugerðum um umhverfismál.

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaflota fyrirtækisins.

  • Flokka þann úrgang sem til fellur hjá fyrirtækinu og virkja starfsfólk til betri nýtingar hráefna og endurnotkunnar sé þess kostur.

  • Vinna að vöktun umhverfisþátta fyrirtækisins.

  • Upplýsa viðskiptavini sína um orkusparandi akstur og umgengni við náttúru landsins.

  • Halda grænt bókhald og gefa árlega út umhverfisskýrslu til að upplýsa almenning um stöðu umhverfismála hjá fyrirtækinu.

  • Styðja landgræðsluverkefni á Íslandi.