Rafbílar

Rafbílar eru tilvaldir í borgarsnattið. Umhverfisvænn valkostur þar sem þú borgar ekki krónu í bensínkostnað og stuðlar um leið að hreinna andrúmslofti. Við leitum markvisst leiða til að minnka útblástur frá bílaflota okkar.

Umhverfisvænn og spennandi valkostur

Við bjóðum upp á þrjár gerðir rafbíla í Reykjavík til bæði skammtíma- og langtímaleigu.


Volkswagen e-GolfVolkswagen e-Golf
Hámarksafköst (kW): 81,4
Akstursdrægni: 190 km
CO2 útblástur g/km: 0

 

 


Nissan Leaf

Nissan Leaf

Hámarksafköst (kW): 80
Akstursdrægni: 130-160 km
CO2 útblástur g/km: 0

 

 


Kia Soul EV
KIA Soul EV
Hámarksafköst (kW): 80
Akstursdrægni: 212 km
CO2 útblástur g/km: 0

Hvernig er að keyra rafbíl?

Það er ekki svo ósvipað að keyra rafbíl og hefðbundin sjálfskiptan bíl. Það fyrsta sem þú tekur mögulega eftir er að vélarhljóð er ekkert auk þess sem rafmótorinn er algerlega stiglaus. Rafbílar eru í raun ótrúlega sprækir og til gamans má nefna að Volkswagen e-Golf er aðeins 4,2 sekúndur að ná 60 km hraða.

Þættir sem hafa áhrif á drægni:

  • Hitastig úti
  • Notkun á miðstöð og loftkælingu
  • Aksturslag ökumanns; hvernig tekið er af stað, hvort haldið er jöfnum hraða o.s.frv.
  • Brekkur og misjafnir vegir

Hvernig fer hleðsla fram?

Hægt að skipta hleðslu rafbíla í tvo flokka þ.e. venjulega hleðslu og hraðhleðslu.

Venjuleg hleðsla

Bíllinn hlaðinn með kapli sem fylgir bílnum. Settur í samband við hefbundin 10A eða 16A heimatengil og tekur þá um 11 klst að fullhlaða frá tómri rafhlöðu.

Hraðhleðsla

Ef bíllin er hlaðinn á hraðsleðslustöð þá tekur um 20-30 mínútur að ná upp allt að 80% hleðslu.

Hraðhleðslustöðvar

Hraðhleðslustöðvar eru um nú yfir 50 talsins, hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar um hraðhleðslustöðvar má nálgast á vef Orku náttúrunnar: https://www.on.is/rafbilar/hlodur-on/hlodulisti/


Rafbílarnir eru til útleigu í Reykjavík

Hafðu samband og bókaðu umhverfisvænan rafbíl í borgarsnattið.

Skeifan 9
108 Reykjavík
 568 6915

Njarðargata
101 Reykjavík
 461 6100

Afgreiðsla einnig á Reykjavíkurflugvelli

Netfang: holdur@holdur.is
Afgreiðslutími: mánudaga - föstudaga 08:00-18:00
laugardaga og sunnudaga 09:00-17:00