Langtímaleiga fyrirtækja

Leigja bíl í lengri tíma

Langtímaleiga er góður kostur fyrir þau fyrirtæki sem kjósa síður að binda fjármagn í bílaflota. Leigutaki hefur góða yfirsýn yfir kostnað við rekstur bílsins eða bílaflotans, þar sem allt viðhald er innifalið í leigunni. Í boði eru nýir og nýlegir bílar í öllum stærðarflokkum. Undanfarin ár hefur Bílaleiga Akureyrar verið umsvifamesti kaupandi nýrra bíla og því er flotinn bæði stór og fjölbreyttur. Við bjóðum allt frá minnstu bílum, upp í stærstu jeppa ásamt því að bjóða upp á sendibíla í öllum stærðum.

Hér er sveigjanleiki

 • Leigutími er frá 3-36 mánaða.
 • Möguleiki á að skipta um bíl á samningstíma.
 • Leigutaki fær lánaðan bíl án endurgjalds þegar bíll kemur í þjónustu sem tekur lengri tíma en 30 mínútur.

Hér er góð þjónusta

 • Innifalið er allt venjubundið viðhald, allar reglubundnar þjónustuskoðanir og smurþjónusta.
 • Sumardekk, vetrardekk og dekkjaskipti eru innifalin.
 • Tryggingar og bifreiðagjöld eru innifalin í leigugjaldi.
 • Allir þættir þjónustunar eru á sömu hendi.
 • Við höfum fjölda afgreiðslustaða um allt land og erum ávallt reiðubúin að þjónusta þig.

Hér er hagræðing í rekstri

 • Engin fjármagnsbinding.
 • Jafnt fjármagnsflæði.
 • Góð yfirsýn.
 • Engin endursöluáhætta.


Við bjóðum fyrirtækjum langtímaleigu á bílum í öllum stærðarflokkum.

Við svörum öllum fyrirspurnum með ánægju. Fylltu út formið hér fyrir neðan og sendu okkur. Við munum hafa samband og kynna þér verð og skilmála.

Upplýsingar um fyrirtæki
Upphaf langtímaleigu
Vinsamlega veldu dagsetningu.
Leigutími

Veldu einn eða fleiri möguleika.
Bifreiðarflokkur
Veldu einn eða fleiri möguleika.
Annað
Vinsamlega skráðu inn athugasemdir ef við á.
Vinnsla persónuupplýsinga

Skrá þarf nafn, netfang, kennitölu og síma hið minnsta svo hægt sé að svara fyrirspurninni. Við reynum að svara eins fljótt og auðið er. Fyrirspurnir eru geymdar í hálft ár eða lengur. Til að láta breyta eða eyða fyrirspurn má senda beiðni á personuvernd@holdur.is