Meðferð persónuupplýsinga

Þær upplýsingar sem  fyrirtækið safnar saman við notkun einstaklinga á þessu vefsvæði verða einungis notaðar í samræmi við lög nr. 77/2000 og eins greinir hér fyrir neðan. Höldur ehf. mun ekki dreifa slíkum upplýsingum til þriðja aðila nema skriflegt samþykki liggi fyrir varðandi slíka dreifingu. Höldur ehf. mun leitast við að koma í veg fyrir að þriðji aðili geti mögulega haft aðgang að persónulegum upplýsingum er varða notkun á vefnum. Höldur ehf. ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að upplýsinga var aflað á ólögmætan eða sviksaman hátt af þriðja aðila.