Tryggingapakkar

 

CDW (Kaskótrygging)

Innifalið í leiguverði er lögboðin ökutækjatrygging gagnvart þriðja aðila ásamt kaskótryggingu. Sjálfsábyrgð er kr. 195.000 fyrir fólksbíla og/eða kr. 375.000 fyrir jeppa og stærri bíla. CDW kaskótrygging er hluti af grunn - tryggingapakkanum okkar.

 

PAI (Slysatrygging ökumanns og farþega)

Slysatrygging ökumanns og farþega er hluti af lögboðinni skyldutryggingu ökutækis og er því innifalin í leiguverði. Hún bætir það slys sem ökumaður og/eða farþegar verða fyrir. PAI slysatrygging er hluti af grunn - tryggingapakkanum okkar.

 

THW (Þjófnaðartrygging )

Innifalin í leiguverði og tryggir þig gegn þjófnaði á ökutækinu. Tryggingin tekur þó ekki til þjófnaðar á persónulegum munum. THW þjófnaðartrygging er hluti af grunn - tryggingapakkanum okkar.

 

SCDW (Súper kaskótrygging)

Valkvæð trygging sem lækkar sjálfsábyrgð leigutaka á CDW kaskótryggingunni sem innifalin er í leiguverðinu. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð fólksbíla úr kr. 195.000 í kr. 49.500 og sjálfsábyrgð jeppa og stærri bíla úr kr. 375.000 í kr. 90.000. SCDW súper kaskótrygging er hluti af miðlungs - tryggingapakkanum okkar.

 

GP (Framrúðutrygging)

Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn tjóni vegna brotinnar framrúðu og aðalljósa. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð þín í sérhverju tjóni niður í krónur núll. GP framrúðutrygging er hluti af miðlungs - tryggingapakkanum okkar.

 

SADW (Sand og öskufokstrygging)

Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn tjóni af völdum sand- eða öskufoks. Engin önnur trygging bætir slík tjón. Þessa tryggingu er hægt að kaupa eina og sér og er hún ekki í tengslum við neina aðra tryggingu. SADW Sand og öskufokstrygging er hluti af úrvals - tryggingapakkanum okkar.

 

ZERO (Engin eigináhætta)

Til að njóta engrar eigináhættu þarf að velja úrvals - tryggingapakkan okkar. Þar eru innifaldar allar þær tryggingar sem taldar hafa verið upp hér fyrir ofan.