Snertifletir í bílum eru sótthreinsaðir að lokinni hverri leigu svo sem lyklar, lyklakippur, hurðahandföng, stýri, gírstangir, handbremsuhandföng, öryggisbelti, hanskahólf og baksýnisspeglar ásamt öllum tökkum og stjórnrofum. Þetta er gert þegar bílnum er lagt í stæði.
Við sótthreinsum hurðahandföng, afgreiðsluborð, posa, skriffæri og spjaldtölvur reglulega yfir daginn. Eins eru lyklaskápar og takkaborð þeirra sótthreinsuð. Handspritt er aðgengilegt starfsfólki og viðskiptavinum á starfsstöðvum okkar.
Við höfum innleitt verklag varðandi útleigu bíla til viðskiptavina sem koma frá skilgreindum hættusvæðum. Þetta á fyrst og fremst við útleigustöð okkar á alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Verklag þetta er ekki síst hugsað sem forvörn fyrir starfsfólk okkar í framlínu. Viðskiptavinir frá fyrrnefndum svæðum sem eiga bókaðan bíl hjá okkur munu fá leiðbeiningar varðandi útleiguna með tölvupósti áður en að leigu kemur.
Allar starfsstöðvar okkar eru opnar og engin breyting hefur verið gerð á þjónustuframboði. Í einhverjum tilfellum kann afgreiðslutími að taka breytingum. Upplýsingar um afgreiðslutíma útleigustöðva má finna hér. Við biðjum viðskiptavini að virða fjarlægðarmörk í samskiptum við starfsfólk.
Þegar sóttvarnaráðstöfunum yfirvalda er þannig háttað að þær hafa áhrif á starfsemina þá bendum við á að þjónusta okkar getur verið ögn skert þar sem hluti starfsfólks vinnur að heiman og vöktum hefur skipt upp þannig að færri starfsmenn vinna saman í einu en vant er. Biðjumst við velvirðingar á þessu.
Opnunartímar | Leiguskilmálar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Bílasala
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil