Eins og fram kemur í umhverfisstefnu fyrirtækisins er Bílaleigu Akureyrar mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við leggjum okkur fram við að leita stöðugt leiða til umbóta í átt að sjálfbærni og viljum þannig axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur fyrirtækisins hefur á samfélagið og umhverfið.
Við tökum virkan þátt í verkefnum innan ferðaþjónustunnar sem varða öryggi ferðamanna, umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. Þann 10. janúar 2017 skrifuðum við undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, hvatningaverkefni sem íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð standa að. Með undirritun yfirlýsingarinnar höfum við skuldbundið okkur til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Þátttaka í verkefninu gefur okkur hjá Bílaleigu Akureyrar tækifæri til að þróa áherslur okkar í ábyrgri ferðaþjónustu enn frekar og um leið erum við hluti af stærri heild, ferðaþjónustu sem leggur áherslu á ábyrga starfshætti og sjálfbærni í rekstri.
Hér fyrir neðan má sjá hluta af þeim verkefnum sem við höfum lagt áherslu á að undanförnu.
Ganga vel um og virða náttúruna
Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
Virða réttindi starfsfólks.
Til að tryggja fjölbreytt og aðgengilegt fræðsluefni fór fyrirtækið í samstarf við fræðslufyrirtækið Akademias árið 2023 og bíður nú starfsfólki sínu aukið úrval af rafrænu fræðsluefni.
Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið
Fyrirtækið er með starfsemi víða um land og við ætlum að leitast við að sækja vöru og þjónustu til aðila í heimabyggð á árinu 2023
Við ætlum að halda áfram að styrkja íþrótta- og menningarstarf um allt land.