Græn akstursráð

Eins og segir í umhverfisstefnu okkar er eitt af markmiðum okkar að draga úr CO² útblæstri flota fyrirtækisins. Með reglubundnu viðhaldi og þjónustu höldum við flota okkar í bestu orkunýtingu. Með því að fylgja „grænu“ aksturs ráðleggingunum hér á eftir getur þú bætt eldsneytisnýtinguna og hjálpað okkur að minnka hin neikvæðu umhverfisáhrif og skapað grænni framtíð.

 

Skipuleggðu leiðir og fækkaðu ferðum

Hvort sem þú ert að fara í langt frí eða stutta ferð, skipuleggðu leiðirnar fyrirfram til að forðast tímabil og svæði með miklum umferðarþunga. Ef umferðarþungi eða vegaframkvæmdir leiða til umferðarhnúta eða höktandi aksturs getur lengri leið stundum leitt til minni eldsneytisnotkunar en sú styttri. Skipuleggðu því leiðir þínar þannig að þú forðist leiðir með þéttri umferð og komist hjá akstri þar sem oft er stoppað og tekið af stað. Reyndu að sameina margar stuttar ferðir í eina til að spara eldsneyti og minnka mengun. Heitar vélar gefa frá sér minni útblástur.

Léttu byrðarnar og minnkaðu viðnámið

Því meira sem bíllinn er lestaður því verri er eldsneytisnýtingin. Hafðu aðeins nauðsynlegan farangur með í ferðina (þar með talinn neyðarbúnað) og skildu eftir hluti sem ekki er þörf fyrir. Fjarlægðu ónauðsynleg farangurbox af toppnum svo og kerrur og annað sem veldur vindmótstöðu. Þessar einföldu aðgerðir geta minnkað þyngdina verulega og dregið úr viðnáminu svo eldsneytiseyðslan minnkar.

Forðastu að taka snöggt af stað

Dragðu úr hraða og haltu snúningshraðanum niðri. Jafn og stöðugur hraði bætir eldsneytisnýtinguna, sparar eldsneyti og minnkar slit á vél, hjólbörðum, skiptingu og bremsum. Með auknum hraða eykst viðnámið og því versnar eldsneytisnýtingin eftir því sem hraðar er ekið. Forðastu að taka hratt af stað. Að stíga gjöfina í botn þegar græna ljósið kviknar hækkar snúningshraðann og minnkar eldsneytisnýtinguna. Að halda sig á eða rétt neðan við hámarkshraða og fylgjast með snúningshraðanum getur haft mikil áhrif á umhverfið og minnkað eldsneytiskostnaðinn. Fyrir hverja 15 km. á klst. sem þú dregur úr hraðanum getur nýting eldsneytis batnað um 10-15%.

Hugsaðu fram í tímann

Reyndu að sjá stoppin fyrir og láttu bílinn draga sjálfan úr hraðanum eins og hægt er. Forðastu aukna mengun, sóun á eldsneyti og slit á bremsum sem skapast af því að taka hratt af stað og snögghemla síðan. Sýndu skynsemi þegar þú finnur þér leið gegnum umferðina. Skapaðu bil milli þín og bílsins á undan og reyndu að sjá möguleikana fyrir.

Haltu réttum loftþrýstingi í hjólbörðum

Það að halda réttum loftþrýstingi í hjólbörðum getur bætt nýtingu eldsneytis allt að 6%. Með tímanum sígur loft úr dekkjum, þrýstingur minnkar og viðnámið eykst og við það versnar nýtingin á eldsneyti. Réttur þrýstingur er sýndur í handbók bílsins.