Félagið heitir Höldur ehf.
Vinnuheiti bílaleigu félagsins er Bílaleiga Akureyrar - Höldur.
Höldur merkir óðalsbóndi en var áður einnig haft um jarðeiganda. Þetta nafnorð er ekki algengt í nútíðarmáli en margir kannast áreiðanlega við það í samsetningunni búhöldur, sem haft er um bónda, einkum stórbónda eða góðbónda.
Nafnorðið höldur er hreinn a-stofn, þar sem r-ið helst ekki í öllum föllum og beygist því svo:
nf. Höldur
þf. Höld
þgf. Höldi
ef. Hölds
Kjörorð félagsins er: Þínar þarfir - okkar þjónusta.
Ef merkið er notað á dökkum grunni þá verður merkið að hafa hvíta línu í kring. Breidd línunnar skal vera jafn breið og línan sem sker bláa og græna flötinn, lágmark 1% af breidd alls merkis.