Samfélagsleg ábyrgð
Bílaleiga Akureyrar hefur alla tíð lagt áherslu á að starfsemin sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Fyrirtækið leggur sig fram um að leita stöðugt leiða til umbóta í átt að sjálfbærni og vill þannig axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur fyrirtækisins hefur á samfélagið og umhverfið.
Hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á háttvísi og sanngjarna starfshætti, réttindi og öryggi starfsfólks, fræðslu er varðar umferð og öryggi viðskiptavina og samfélagslega virkni með þátttöku í þróun og stuðningi við íþrótta- og menningarstarf.
Grunnur þessarar vinnu er greining á væntingum og þörfum hagsmunaaðila sem yfirfarin er minnst tvisvar á ári þar sem áhætta og tækifæri til úrbóta er metin og út frá því mati er gripið til sérstakra aðgerða sé þess þörf.
Umhverfis- og loftlagsmál
Þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt ISO 14001.
Vottunin nær til starfstöðva bílaleigunnar í Reykjavík, á Akureyri sem og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til að öðlast vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Við höfum frá árinu 2009 vaktað mikilvæga umhverfisþætti í rekstri fyrirtækisins og sett okkur árleg markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri.
Í dag er 85% alls úrgangs flokkaður til endurvinnslu eða endurnýtingu, meðalútblástur bílaflotans CO2 g/km hefur lækkað um 30% frá árinu 2007 og starfsmenn hafa gróðursett yfir tuttugu þúsund tré svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum leigutökum að kolefnisbinda á móts við kolefnislosun tengda akstri þeirra í samstarfi við Kolvið.
Orkuskipti í samgöngum hafa á undanförnum árum hlotið aukið vægi í umhverfisstarfi okkar en auk þess hefur fyrirtækið tekið virkan þátt í ýmsum verkefnum er varða orkuskipti, bæði á opinberum vettvangi og með eigin prófunum. Í heildar bílaflota fyrirtækisins eru í dag yfir 800 visthæf ökutæki, þar af 237 hreinir rafbílar. Á árinu 2021 hefur verið lögð áhersla á innviðauppbyggingu og unnið er að uppsetningu á 35 hleðslustöðvum við starfsstöðvar okkar í Reykjavík, Keflavík, Akureyri og á Egilsstöðum.
Umhverfisuppgjör Hölds 2021
Umhverfisstefna
Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.