Tjónþolar

Lentir þú í umferðaróhappi með bílinn þinn?


Áttu rétt á bílaleigubíl í gegnum tryggingafélag á meðan viðgerð stendur?

Upplýsingar fyrir tjónþola:

  • Leigutaki þarf sjálfur að fá staðfest frá viðkomandi tryggingafélagi / verkstæði að hann eigi rétt á bílaleigubíl, sem og dagafjölda.

  • Leigutaki ber ábyrgð á bifreiðinni á leigutíma samkvæmt ákvæðum leiguskilmála um skyldur leigutaka.

  • Innifalinn er 100 km akstur á dag og kaskótrygging (CDW) með 250.000 kr. eigin áhættu. Valkvæð Súper kaskótrygging (SCDW) lækkar eigin áhættu enn frekar. Sjá nánar um tryggingar og verndir hér.

  • Bílaleigubílar eru afhentir með fullan tank af eldsneyti og ber leigutaka að skila bifreið þannig að leigu lokinni.

  • Tryggingafélög greiða fyrir leigu á minnstu gerð bíla í A flokki meðan á eðlilegum viðgerðartíma stendur.

  • Leigutaki er ábyrgur fyrir greiðslu á þeim dögum sem ekki fást samþykktir hjá viðkomandi tryggingafélagi.

  • Tryggingafélögin greiða ekki fyrir bílaleigubíl ef bið er eftir varahlutum eða ef óeðlilegar tafir verða á viðgerð.

 

Hafðu samband við þjónustuver okkar og bókaðu bílaleigubíl til afnota á meðan þinn er í viðgerð. Sími þjónustuvers er 461 6000 opið 8-17 alla virka daga.

 

 

 

Við erum í samstarfi við öll tryggingafélög: