Störf hjá Höldi - Bílaleigu Akureyrar

        Um Höldur ehf.

 

Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla flota. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.

Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi.

Við viljum hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það gerum við m.a. með því að leggja áherslu á háttvísi og sanngjarna starfshætti og styðja við íþrótta- og menningarstarf um allt land. Við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd, setjum okkur árleg markmið og vöktum mikilvæga umhverfisþætti í rekstri okkar, ávallt með það í huga að bæta okkur.

Höldur – Bílaleiga Akureyrar starfar í samræmi við jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Henni er ætlað að tryggja að hver starfsmaður sé metinn að eigin verðleikum, óháð kyni, aldri og uppruna. Jafnréttisáætlun lýtur að launajafnrétti, jöfnum aðgangi að störfum og menntun og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun árið 2020.

Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.

Nánari upplýsingar um störf hjá Höldi - Bílaleigu Akureyrar veitir mannauðsdeild í gegnum netfangið mannaudur@holdur.is