Störf hjá Höldi - Bílaleigu Akureyrar

        Um Höldur ehf.

 

Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla flota. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.

Fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er umboðsaðili Europcar bílaleigukeðjunnar á Íslandi.

Við viljum hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það gerum við m.a. með því að leggja áherslu á háttvísi og sanngjarna starfshætti og styðja við íþrótta- og menningarstarf um allt land. Við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd, setjum okkur árleg markmið og vöktum mikilvæga umhverfisþætti í rekstri okkar, ávallt með það í huga að bæta okkur.

Höldur – Bílaleiga Akureyrar starfar í samræmi við jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Henni er ætlað að tryggja að hver starfsmaður sé metinn að eigin verðleikum, óháð kyni, aldri og uppruna. Jafnréttisáætlun lýtur að launajafnrétti, jöfnum aðgangi að störfum og menntun og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun árið 2020.

Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.

 

Sumarstörf í boði 2024

 

Afgreiðsla Keflavík - Sumarstarf

Starfsstöðin okkar í Keflavík er sú annasamasta á landinu. Við erum með afgreiðslu í Flugstöðinni og skilastöð, þvottasal og verkstæði nærri flugstöðinni. Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund í þjónustu- og afgreiðslustörf.

Starfið felst í þjónustu við viðskiptavini, útleigu og móttöku á bílum, upplýsingagjöf og ferjanir viðskiptavina ásamt ýmsu fleiru.

Unnið er á dag- og kvöldvöktum samkvæmt 5-5-4 fyrirkomulagi. Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust/vetur.

 

Nánar / Sækja um starf

 


Afgreiðsla Ásbrú - Sumarstarf

Starfsstöðin okkar að Ásbrú sér um alla húsbíla og ferðabíla og er því annasöm yfir sumartímann.

Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund í þjónustu- og afgreiðslustörf í húsbíladeildina.

Starfið felst í þjónustu við viðskiptavini, útleigu, móttöku og sýningu á húsbílum, upplýsingagjöf og ferjanir viðskiptavina ásamt ýmsu fleiru.

Unnið er á dagvöktum samkvæmt 5-5-4 fyrirkomulagi þar sem vinnutími er 7-19. Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust/vetur.


Nánar / Sækja um starf

 


 

Afgreiðsla Reykjavík – Sumarstarf

Við erum með tvær starfsstöðvar í Reykjavík, í Skútuvogi og Njarðargötu (skammt frá Reykjavíkurflugvelli).

Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund í þjónustu- og afgreiðslustörf í Reykjavík.

Starfið felst í þjónustu við viðskiptavini, útleigu og móttöku á bílum, upplýsingagjöf og ferjanir viðskiptavina ásamt ýmsu fleiru.

Unnið er skv 2-2-3 vaktafyrirkomulagi. Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust/vetur.

 

Nánar / Sækja um starf

 


Afgreiðsla og þrif Egilsstaðir - Sumarstarf

Starfsstöðin okkar er staðsett í Fellabæ. Starfið felur í sér afgreiðslu, akstur, ferjanir og þrif á bílum.

Við leitum að þjónustulunduðu starfsfólki sem veigrar sér ekki við líkamlegri vinnu.

Unnið er alla virka daga kl. 8-17 og aðra hvora helgi.


Nánar / Sækja um starf

 


 

 

Nánari upplýsingar um störf hjá Höldi - Bílaleigu Akureyrar veitir mannauðsdeild í gegnum netfangið mannaudur@holdur.is