Í útboði Fjársýslu ríkisins um rammasamning um bílaleigubíla hlaut Höldur-Bílaleiga Akureyrar hæstu einkunn bjóðenda og er því fyrsti kostur ýmissa stofnanna, fyrirtækja og sveitarfélaga sem koma að þessum stóra samningi.
Útboðið er viðamikið og nær samningurinn yfir alla langtíma- og skammtímaleigu innanlands á fólksbílum, jeppum og 7-9 manna smárútum. Markmið samningsins er að gera einfaldan, skýran og notendavænan samning og tryggja hagkvæm verð og góða þjónustu.
Gefin voru stig fyrir verð, þjónustu við landsbyggðina, úrval og fjölda af rafbílum ásamt umhverfisvottun. Höldur-Bílaleiga Akureyrar uppfyllir þessa þætti einstaklega vel. Góð þjónusta er okkur afar mikilvæg, enda kjörorð okkar Þínar þarfir-okkar þjónusta.
Starfsstöðvarnar eru 21 talsins um allt land, rafbílaflotinn er sá stærsti á markaðnum en hann telur um 750 rafbíla (auk 1.200 tengiltvinnbíla) og þá hefur fyrirtækið verið með umhverfisvottunina ISO14001 síðan árið 2010.
Ofangreindir þættir, auk sterkrar liðsheildar starfsfólks Hölds og það traust sem fyrirtækið hefur út á við, skilaði afgerandi niðurstöðum í útboðinu en stigagjöfin var sem hér segir:
Samningurinn hefur tekið gildi og við hlökkum til að veita aðilum rammasamnings ríkisins framúrskarandi þjónustu um allt land.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil