Afbókun

Afbókunarskilmálar fyrir bókanir sem framkvæmdar eru á þessari vefsíðu¹

 

Bókanir sem hætt er við 48 tímum eða meira frá afhendingartíma²
  • Ekkert afbókunargjald.
  • Hafi leiga verið greidd fyrirfram fæst hún endurgreidd að fullu.
 
Bókanir sem hætt er við 48 tímum eða minna frá afhendingartíma / no-show²
  • Afbókunargjald 10% af heildarverðmæti leigu.
  • Hafi leiga verið greidd fyrirfram fæst 90% af heildarverðmæti leigu endurgreitt.

 

¹ Eingöngu er hægt að breyta eða afbóka bókun sem viðkomandi framkvæmir sjálf/ur á þessari vefsíðu. Varðandi breytingar á bókunum sem framkvæmdar eru í gegnum ferðaseljendur eða aðra bókunarvefi þarf að hafa samband beint við viðeigandi bókunaraðila.

²  Fyrirfamgreiddum bókunum er aðeins er hægt að breyta eða falla frá með því að hafa samband símleiðis við þjónustuver okkar á skrifstofutíma (8-17 virka daga) í síma 461-6000

 

Leigutaki sækir ekki bíl (No-Show)

Sæki leigutaki ekki bíl líkt og kveður á um í bókunarstaðfestingu né láti sjá sig á útleigustöð er leigusala heimilt að innheimta vanefndagjald hér nefnt "No-Show Fee" samkvæmt gjaldskrá. Fyrirframgreiddar bókanir fást ekki endurgreiddar sæki leigutaki ekki bíl líkt og kveður á um í bókunarstaðfestingu né láti sjá sig á útleigustöð.


 
Athugið að 14 daga skilaréttur samkvæmt 8. grein laga nr: 46/2000 um fjarsölusamninga á ekki við hér. Sala þar sem neytandi hefur sérpantað vöru eða hún hefur verið sniðin á annan hátt að persónulegum þörfum hans, t.d með því að panta ákveðnar dagsetningar, er undanþegin rétti til að falla frá samningi samkvæmt 10. grein sömu laga.