Um Höld - Bílaleigu Akureyrar

Skútuvogur 8

 

Brautryðjandi í íslenskum bílaleigurekstri með leigustöðvar hringinn í kringum landið.

Fyrirtækið var stofnað árið 1974, en upphaf Bílaleigu Akureyrar má rekja aftur til ársins 1966 eins og lesa má um í sögu fyrirtækisins.

Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreytt úrval nýlegra og vel búinna bíla, hvort heldur til skammtímaleigu eða langtímaleigu. Höldur hefur um langt skeið verið einn umsvifamesti kaupandi nýrra bíla á Íslandi. Bílaflotinn er ákaflega fjölbreyttur og spannar allt frá litlum sparneytnum fólksbílum að stórum og stæðilegum jeppum. Auk þess bjóðum við upp á mikið úrval 100% rafbíla. Þá er úrval af smárútum sem rúma 7-17 farþega gott. Vandaðir lúxusbílar af mörgum gerðum eru ávallt tiltækir að ógleymdum sendibílum okkar sem við bjóðum í mörgum stærðarflokkum.

Fjöldi leigustöðva um land allt gerir viðskiptavinum hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Stærstu leigustöðvar Bílaleigu Akureyrar eru í Keflavík og Reykjavík. Höldur er leyfishafi Europcar og Touringcars bílaleigukeðjanna á Íslandi.

Árið 2010 hlaut Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðlinum ÍST ISO 14001 fyrst íslenskra bílaleiga. Höldur var í hópi fyrstu fyrirtækja til að starfrækja vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðli ÍST 85

Höfuðstöðvar Hölds eru á Akureyri og þar rekur fyrirtækið einnig öfluga bílaþjónustu. Má þar nefna dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð við Glerártorg. Bílasölu með nýja bíla frá Heklu og Öskju, ásamt góðu úrvali af notuðum bílum að Þórsstíg 2. Glæsilegt bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði er rekið í 2300 fermetra húsnæði að Þórsstíg 4. Verkstæðið er viðurkenndur viðgerða- og þjónustuaðili fyrir Heklu, Öskju og BL. Auk þess annast verkstæðið viðgerðir á öllum öðrum tegundum bíla. Tjónaviðgerðir eru bæði með CABAS og BGS vottun.

Innan fyrirtækisins hefur alla tíð ríkt einkar góður starfsandi og eftirsóknarverð fyrirtækjamenning. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Fjöldi starfsfólks er að jafnaði á bilinu 280-350 eftir árstíma.

Nafn félagsins

Félagið heitir Höldur ehf.
Vinnuheiti bílaleigu félagsins er Bílaleiga Akureyrar - Höldur.

Merking nafnsins

Höldur merkir óðalsbóndi en var áður einnig haft um jarðeiganda. Þetta nafnorð er ekki algengt í nútíðarmáli en margir kannast áreiðanlega við það í samsetningunni búhöldur, sem haft er um bónda, einkum stórbónda eða góðbónda.

Rétt fallbeyging á heiti félagsins

Nafnorðið höldur er hreinn a-stofn, þar sem r-ið helst ekki í öllum föllum og beygist því svo:

nf. Höldur
þf. Höld
þgf. Höldi
ef. Hölds

Kjörorð félagsins

Kjörorð félagsins er: Þínar þarfir - okkar þjónusta®

 

 


Góð þjónusta um land allt