Fréttaveita

Höldur 50 ára

Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár en fyrirtækið var stofnað árið 1974. Höldur er brautryðjandi í íslenskum bílaleigurekstri og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla í rekstri og afgreiðslustöðvar víðsvegar um landið.
Nánar

Höldur er Fyrirmyndarfyrirtæki VR

Niðurstöður í könnun VR, Fyrirtæki ársins 2023, liggja nú fyrir og voru kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 10. maí.
Nánar

Rafbílar í flotanum orðnir 500 talsins

Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.
Nánar

Viðurkenning frá Europcar Group

Höldur- Bílaleiga Akureyrar umboðsaðili fyrir Europcar á Íslandi, hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sjálfbærri þróun á heimsráðstefnu Europcar Mobility Group sem haldin var í Berlín í byrjun mars.
Nánar

Nýsköpunarviðurkenning ferðaþjónustunnar

Höldur – Bílaleiga Akureyrar og Hopp Reykjavík hlutu Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir nýsköpunarverkefnið Hopp deilibílar.
Nánar

Höldur - Bílaleiga Akureyrar eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2022

Í ár var Höldur eitt af 15 efstu fyrirtækjunum í flokki stórra fyrirtækja í könnun VR, Fyrirtæki ársins. Höldur hlaut því viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2022 frá VR.
Nánar

Höldur - Bílaleiga Akureyrar hlýtur hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu

Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Höldi – Bílaleigu Akureyrar hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega en fámenna athöfn í Grósku.
Nánar

35 nýjar rafhleðslustöðvar teknar í notkun

Síðastliðið ár hefur Höldur - Bílaleiga Akureyrar unnið að uppbyggingu hleðsluinnviða á starfsstöðum fyrirtækisins í tengslum við aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum og fjölgun visthæfra ökutækja í bílaflota fyrirtækisins.
Nánar

Höldur - Bílaleiga Akureyrar kaupir 70 Kia rafbíla

Höldur – Bílaleiga Akureyrar keypti nýverið 70 Kia E-Niro rafbíla af bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru með yfir 450 km drægi við bestu aðstæður. Þeir verða boðnir bæði í langtímaleigu sem og í skammtímaleigu til viðskiptavina Hölds.
Nánar

Tvöfalt verðgildi ferðagjafar.

Við tvöföldum verðgildi ferðagjafar* þegar þú leigir bíl á skammtímaleigu hjá einhverri af útleigustöðvum Bílaleigu Akureyrar um land allt. Þetta þýðir að 5.000 kr. ferðagjöf verður að 10.000 kr. greiðslu upp í bílaleigubíl.
Nánar