Fréttaveita

Höldur-Bílaleiga Akureyrar er fyrsti kostur rammasamnings ríkisins.

Nýverið bauð Fjársýsla ríkisins út rammasamning um bílaleigubíla og hlaut Höldur-Bílaleiga Akureyrar hæstu einkunn bjóðenda og verður því fyrsti kostur ýmissa stofnanna, fyrirtækja og sveitarfélaga sem koma að þessum stóra samningi.
Nánar

Bílaleiga Akureyrar styður Píeta samtökin í Gulum september

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, en að verkefninu standa fullltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Nánar

Græni Europcar-bíllinn vekur athygli um allt land

Bílaleiga Akureyrar hefur látið heilmerkja nýjan Kia EV3 rafmagnsbíl í hinum einkennandi Europcar-græna lit. Bíllinn fer ekki framhjá neinum og vekur mikla athygli hvar sem hann birtist.
Nánar

Höldur Open 2025

Hið árlega Höldur Open golfmót fór fram á Jaðri á Akureyri á föstudag og laugardag. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1987, en lengi vel hét það Mitsubishi Open og síðar Volkswagen Open.
Nánar

Mikil aukning rafbíla í júlí 2025

Frá áramótum hefur Bílaleiga Akureyrar fest kaup á um 140 hreinum rafbílum af ýmsum gerðum.
Nánar

Stærsti bílakaupasamningur í sögu Hölds-Bílaleigu Akureyrar

Nýverið var gengið frá stærsta bílakaupasamningi í sögu Hölds-Bílaleigu Akureyrar þegar samningur var gerður við Öskju um kaup á 480 bílum. Um er að ræða bíla af gerðunum Kia og Mercedes Bens.
Nánar

Afmælishátíð Hölds

Í tilefni 50 ára afmælis Hölds verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 15. júní milli kl. 13-16.
Nánar

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Velferðarsjóð Eyjafjarðar vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga.

Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð hjá Höldi-Bílaleigu Akureyrar eru mörg og skipa veigamikinn sess í rekstrinum. Fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og styður sem dæmi rausnarlega við íþróttastarf á Íslandi og er í dag með styrktarsamninga við um 110 deildir íþróttafélaga um allt land.
Nánar

Vinningshafi í afmælisleik

Við höfum nú lokið við að draga í Instagram afmælisleiknum okkar í tilefni 50 ára afmælisins.
Nánar

Höldur 50 ára

Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár en fyrirtækið var stofnað árið 1974. Höldur er brautryðjandi í íslenskum bílaleigurekstri og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla í rekstri og afgreiðslustöðvar víðsvegar um landið.
Nánar