Það er gott að hafa nýlegan og traustan bíl til umráða

Bílaleigatilboð

Veldu tilboð með kílómetrafjölda sem hentar þínu ferðalagi.

 

100 km tilboð

Innifalið 100 á dag, virðisaukaskattur (24%), kaskótrygging (CDW), þjófnaðartrygging (TP) ásamt slysatryggingu ökumanns og farþega (PAI). Valkvæðar viðbótartryggingar lækka sjálfsábyrgð. Sjá nánari upplýsingar um tryggingavernd hér fyrir neðan.

 

Bóka 100 km tilboð

 

Skoda rafbíll

200 km tilboð

Innifalið 200 á dag, virðisaukaskattur (24%), kaskótrygging (CDW), þjófnaðartrygging (TP) ásamt slysatryggingu ökumanns og farþega (PAI). Valkvæðar viðbótartryggingar lækka sjálfsábyrgð. Sjá nánari upplýsingar um tryggingavernd hér fyrir neðan.

 

Bóka 200 km tilboð

 

Toyota Rav4 tilboð Bílaleiga Akureyrar


 

Ökuréttindi og kreditkort

Leigutaki / ökumaður þarf að vera minnst 20 ára, hafa haft gilt ökuskírteini í að minnsta kosti eitt ár og vera handhafi þess kreditkorts sem gefið er upp við bókun og framvísað er við gerð leigusamnings - sjá leiguskilmála.

Einstefnuleigur og flugvallargjald

Ef bíl er skilað á annari leigustöð en hann er tekinn getur bæst við einstefnugjald. Einstefnugjöld eru breytileg eftir bílaflokkum og staðsetningu leigustöðva. Ef bíll er tekinn eða honum skilað á Keflavíkurflugvelli bætist við flugvallargjald kr. 4.890,-

 

 


 

Tryggingar og tryggingapakkar

Kaskótrygging (CDW)
Innifalið í leiguverði er lögboðin ökutækjatrygging gagnvart þriðja aðila ásamt kaskótryggingu. Eigin áhætta er kr. 250.000 fyrir fólksbíla og/eða kr. 450.000 fyrir jeppa og stærri bíla. CDW kaskótrygging er hluti af grunn - tryggingapakkanum okkar.

Slysatrygging ökumanns og farþega (PAI)
Slysatrygging ökumanns og farþega er hluti af lögboðinni skyldutryggingu ökutækis og er því innifalin í leiguverði. Hún bætir það slys sem ökumaður og/eða farþegar verða fyrir. PAI slysatrygging er hluti af grunn - tryggingapakkanum okkar.

Þjófnaðartrygging (TP)
Innifalin í leiguverði og tryggir þig gegn þjófnaði á ökutækinu. Tryggingin tekur þó ekki til þjófnaðar á persónulegum munum. TP þjófnaðartrygging er hluti af grunn - tryggingapakkanum okkar.

Súper kaskótrygging (SCDW)
Valkvæð trygging sem lækkar eigin áhættu leigutaka á CDW kaskótryggingunni sem innifalin er í leiguverðinu. Sé þessi trygging valin þá lækkar eigin áhætta fólksbíla úr kr. 250.000 í kr. 60.000 og eigin áhætta jeppa og stærri bíla úr kr. 450.000 í kr. 110.000. SCDW súper kaskótrygging er hluti af miðlungs - tryggingapakkanum okkar.

Framrúðugjald (GP)
Valkvætt gjald sem ver leigutaka gegn kostnaði sem hljótast kann af völdum brotinnar framrúðu, brotinna aðalljósa og steinkasts. Sé gjaldið valið þá lækkar eigin kostnaður leigutaka sem gjaldið nær til niður í krónur núll. GP framrúðgjald er hluti af miðlungs - pakkanum okkar.

Sand- og öskufoksgjald (SADW)
Valkvætt gjald sem ver leigutaka gegn kostnaði af völdum sand- eða öskufoks. Ekkert annað gjald, trygging né vernd bætir slíkan kostnað. Gjaldinu er hægt að bæta við einu og sér og er það ekki í tengslum við neitt annað gjald, vernd eða tryggingu. SADW Sand og öskufoksgjald er hluti af úrvals - pakkanum okkar.

Engin eigin áhætta (ZERO)
Til að njóta engrar eigináhættu þarf að velja úrvals - tryggingapakka okkar. Þar eru innifaldar allar þær tryggingar og verndir sem taldar eru upp hér að ofan.