Samstarf við Kolvið

Viðskiptavinum býðst að kolefnisbinda á móts við kolefnislosun tengda akstri þeirra á bílum frá Bílaleigu Akureyrar með trjárækt í samstarfi við Kolvið.

Hvort sem er við bókun eða lok leigu er hægt að kaupa tré en hvert kostar 220 krónur og það bindur 0,1 tonn CO2

Viðmið kolefnisbindingar:

Fólksbílar

Meðallosun fólksbíla (Toyota Aygo, Kia Ceed Sportwagon) er áætluð 90-100 gr. CO2/ km.
1 tré bindur 0,1 tonn CO2 = 900 - 1000 km akstur
2 tré binda 0,2 tonn CO2 = 1800 - 2000 km akstur
3 tré binda 0,3 tonn CO2 = 2700 - 3000 km akstur

Jeppar og stærri bílar

Meðallosun jeppa og stærri diselbíla er áætluð 130 – 200 gr. CO2/ km.
1 tré bindur 0,1 tonn CO2 = 500 - 750 km akstur
2 tré binda 0,2 tonn CO2 = 1000 - 1500 km akstur
3 tré binda 0,3 tonn CO2 = 1500 - 2250 km akstur


Á heimasíðu Kolviðs má nálgast nánari upplýsingar um kolefnisbindingu.