Samstarf við Kolvið

Viðskiptavinum býðst að kolefnisbinda á móts við kolefnislosun tengda akstri þeirra á bílum frá Bílaleigu Akureyrar með trjárækt í samstarfi við Kolvið.

Hvort sem er við bókun eða lok leigu er hægt að kaupa tré en hvert kostar 220 krónur og það bindur 0,1 tonn CO2

Viðmið kolefnisbindingar

Fólksbílar

Meðallosun fólksbíla (Toyota Aygo, Kia Ceed Sportwagon) er áætluð 90-100 gr. CO2/ km.
1 tré bindur 0,1 tonn CO2 = 900 - 1000 km akstur
2 tré binda 0,2 tonn CO2 = 1800 - 2000 km akstur
3 tré binda 0,3 tonn CO2 = 2700 - 3000 km akstur

Jeppar og stærri bílar

Meðallosun jeppa og stærri diselbíla er áætluð 130 – 200 gr. CO2/ km.
1 tré bindur 0,1 tonn CO2 = 500 - 750 km akstur
2 tré binda 0,2 tonn CO2 = 1000 - 1500 km akstur
3 tré binda 0,3 tonn CO2 = 1500 - 2250 km akstur

Samsetning trjátegunda

Kolviður reiknar 50 ára vaxtartíma trjáa til bindingar frá gróðursetningu.
Samkvæmt stefnu Kolviðar er stefnt að því að samsetning trjátegunda sé þannig:

Tegund Hlutfall
Birki 25-35%
Stafafura 15-25%
Sitkagreni 15-25%
Ösp 10-20%
Lerki 10-15%

 

Á heimasíðu Kolviðs má nálgast nánari upplýsingar um kolefnisbindingu.