100% rafknúnir Maxus sendi- og fólksbílar

Höldur - Bílaleiga Akureyrar festir kaup á 100% rafknúnum Maxus sendi- og fólksbílum.
Höldur - Bílaleiga Akureyrar festir kaup á 100% rafknúnum Maxus sendi- og fólksbílum.

Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. festi nýverið kaup á 100% rafknúnum Maxus sendi- og fólksbílum, e-Deliver 3 sendibílum og Euniq 7 sæta fólksbílum. Vatt ehf.  umboðsaðili Maxus er dótturfélag Suzuki bíla hf. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Bílaleiga Akureyrar er með ríflega 4.000 bíla í flota sínum og þar af meira en 500 umhverfismilda bíla af ýmsum gerðum. Markmið fyrirtækisins er að auka hlutfall þeirra í flotanum á næstu árum enda eru umhverfismál á meðal forgangsatriða í rekstrinum. Árið 2010 hlaut Bílaleiga Akureyrar umhverfisvottunina ISO 14001 sem viðhaldið hefur verið æ síðan og er fyrirtækið jafnframt eina bílaleiga landsins með vottunina.