Afmælishátíð Hölds


Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár en fyrirtækið var stofnað árið 1974.

Í tilefni þessara tímamóta verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 15. júní og fer hátíðin fram hjá Bílasölu Hölds að Þórsstíg 2, Akureyri og stendur yfir á milli kl. 13 og 16.

Tónlistarmennirnir KK, Birkir Blær og Saint Pete troða upp, Karlakór Akureyrar Geysir tekur lagið auk þess sem DJ Lilja heldur uppi fjörinu. Þá fer fram glæsileg bílasýning á bílum frá Heklu og Öskju, hoppukastalar verða í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir ýmsar fígúrur úr blöðrum auk þess sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga í skemmtilegum gjafaleik. Boðið verður upp á ýmsar veitingar og má nefna grillaðar pylsur, ís fyrir börnin, auk veglegrar afmælistertu.

Bílastæði verða á bílastæðum Ferrozink, SÍMEY og austan við Tryggvabraut 5.