Bílaleiga Akureyrar styður Píeta samtökin í Gulum september

Bíllinn var að sjálfsögðu gulur að lit og merktur átakinu í bak og fyrir.
Bíllinn var að sjálfsögðu gulur að lit og merktur átakinu í bak og fyrir.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, en að verkefninu standa fullltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Verkefnið naut stuðnings Bílaleigu Akureyrar í átakinu þar sem fulltrúar Píeta samtakanna keyrðu á milli framhaldsskóla til að eiga samtal við nemendur undir heitinu „Segðu það upphátt“. Bíllinn, KIA Ceed, var að sjálfsögðu gulur að lit og merktur átakinu í bak og fyrir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Pieta samtökin