Bílaleiga Akureyrar styður við bakið á fremsta sundmanni landsins.

 

Bílaleiga Akureyrar gerði nýverið samning við einn fremsta sundmann landsins, Anton Svein Mckee.

Anton Sveinn sem er margfaldur Íslandsmeistari í sundi gerðist nýlega atvinnnumaður í greininni. Hann gekk til liðs við Toronto Titans í Kanada og mun því synda í deild þeirra allra bestu á næstunni.

Bílaleiga Akureyrar er ákaflega stolt af því að geta lagt þessum frábæra og metnaðarfulla sundmanni lið og óskum við Antoni Sveini góðs gengis í komandi verkefnum.