Græni Europcar-bíllinn vekur athygli um allt land

Fagurgrænn bíllinn vekur athygli hvar sem hann birtist.
Fagurgrænn bíllinn vekur athygli hvar sem hann birtist.

Græni Europcar-bíllinn vekur athygli um allt land

Bílaleiga Akureyrar hefur látið heilmerkja nýjan Kia EV3 rafmagnsbíl í hinum einkennandi Europcar-græna lit. Bíllinn fer ekki framhjá neinum og vekur mikla athygli hvar sem hann birtist.

Af þessu tilefni settum við af stað skemmtilegan Instagram-leik, þar sem þátttakendur geta unnið glæsileg verðlaun.

Það eina sem þú þarft að gera er að spotta græna bílinn, taka mynd eða myndband og deila því á Instagram – annaðhvort á vegginn þinn eða í story – og merkja @bilaleiga.akureyrar.

Í leiknum eru vegleg verðlaun, þar á meðal mánaðarleiga á Kia EV3, gjafabréf frá Íslandshótelum, aðgangur í Vök Baths, tónleikamiðar í Hörpu og 30.000 króna gjafabréf út að borða.

Vertu á verði – græni Europcar-bíllinn gæti birst í þínu bæjarfélagi á næstu dögum!