Gróðursetning á Hólasandi

Á Hólasandi dafna nú 19.184 plöntur sem starfsmenn Bílaleigu Akureyrar hafa gróðursett í gegnum árin. Í sumar fóru starfsmenn tvær ferðir með 2.633 plöntur, víði og viðjur af mismunandi uppruna. Frá árinu 2006 hafa starfsmenn gróðursett pottaplöntur á Hólasandi og erum við mjög stolt af skóginum okkar sem við ætlum að halda áfram að hlúa að og stækka á komandi árum.