Höldur - Bílaleiga Akureyrar styður Frjálsíþróttasamband Íslands

Frjálsíþróttasamband Íslands undirritaði á dögunum samstarfssamning við Höldur - Bílaleigu Akureyrar til þriggja ára. Mun samningurinn nýtast Frjálsíþróttasambandinu vel til ýmissa ferðalaga innan frjálsíþróttahreyfingarinnar. Frjálsíþróttasamband Íslands þakkar stuðninginn og fagnar samstarfinu.

„Okkur er mikil ánægja að vinna með Frjálsíþróttasambandi Íslands. Mikill metnaður er þar í starfinu og efnilegt íþróttafólk sem við erum stolt að styðja við bakið á“, segir Arna Skúladóttir, markaðsstjóri Hölds.

Á myndinni má sjá Guðmund Karlsson, framkvæmdastjóra FRÍ og Örnu Skúladóttir, markaðsstjóra Hölds.