Höldur - Bílaleiga Akureyrar eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2022

Fulltrúar Hölds með viðurkenninguna.
Fulltrúar Hölds með viðurkenninguna.

Í ár var Höldur eitt af 15 efstu fyrirtækjunum í flokki stórra fyrirtækja í könnun VR, Fyrirtæki ársins. Höldur hlaut því viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2022 frá VR.

Höldur hefur tekið þátt í könnuninni samfleytt frá árinu 2018 og má segja að okkur hafi farið fram ár frá ári. Okkur þykir því sérlega ánægjulegt að vera komin í topp 15 núna eftir að hafa farið í gegnum Covid-19 faraldur með öllum þeim áskorunum sem honum fylgdu. Verandi ferðaþjónustufyrirtæki höfum við þurft læra að bremsa hratt og gefa vel í þegar tækifærin gefast. Við erum stolt af því að hafa komist í gegnum þennan faraldur með okkar besta fólki, mannauðnum okkar.

Við viljum veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina og til að geta veitt hana þarf starfsfólk okkar að vera ánægt í starfi og búa við framúrskarandi innri þjónustu. "Þínar þarfir - okkar þjónusta" eru lykilorðin okkar og það er okkur kappsmál að reyna ávallt að gera betur í dag en í gær.