Í lokahófi Volkswagen Open sem fram fór á Jaðarsvelli dagana 24. – 25. ágúst afhenti Steingrímur Birgisson forsjóri Hölds Bjarna Þórhallssyni formanni GA gjafabréf sem hljóðar upp á 1000 tré. Tré þessi verða gróðursett af starfsfólki Hölds í landi GA á haustdögum 2018.
Upphaf gróðursetningar í nafni fyrirtækisins má rekja allt aftur til ársins 1995 en alls hefur starfsfólk Hölds gróðursett rúmlega 20000 plöntur á þessum tíma. Flest tré hafa verið gróðursett á Hólasandi í Þingeyjarsýslu en undanfarið hefur fyrirtækið einbeitt sér að gróðursetningu víða í nærumhverfi sínu, meðal annars á Akureyri.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil