Höldur hlýtur jafnlaunavottun

Geir Kristinn Aðalsteinsson, Mannauðsstjóri Hölds tekur við vottorði um jafnlaunavottun.
Geir Kristinn Aðalsteinsson, Mannauðsstjóri Hölds tekur við vottorði um jafnlaunavottun.

Höldur hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.


Jafnlaunakerfi Hölds er ætlað að stuðla að því að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf fái jöfn laun og að ákvarðanir í launamálum séu málefnalegar og feli ekki í sér mismunun.


Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds sagði í tilefni áfangans: „Að baki vottuninni liggur gríðarlega mikil vinna sem margir hafa komið að enda jafnrétti kynjanna mikilvægt málefni og eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með jafnlaunavottun, við erum afar stolt yfir þessu og þetta er stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki."