Höldur Menntafyrirtæki ársins 2019

Höldur - Bílaleiga Akureyrar hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019 á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Það var mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sem afhenti verðlaunin. Höldur er öflugt og rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki sem starfar um land allt. Höldur rekur Bílaleigu Akureyrar sem er stærsta bílaleiga landsins með tuttugu og þrjú útibú. Flotinn telur um 4.500 bíla og fyrirtækið er einn stærsti bílakaupandi landsins auk þess að veita fjölbreytta þjónustu. Um 240 starfsmenn eru hjá Höldi allt árið og á fjórða hundrað þegar mest er að gera yfir sumartímann. Störfin eru af ýmsum toga en fræðsla og markviss þjálfun er lykillinn að góðum rekstri.