Mikil aukning rafbíla í júlí 2025

KIA EV3 er með rúmlega 600 kílómetra drægni.
KIA EV3 er með rúmlega 600 kílómetra drægni.

Orkuskipti í bílaflota Bílaleigu Akureyrar eru komin aftur á flug eftir bakslag síðasta árs þegar aðgerðir yfirvalda unnu beinlínis gegn rafbílavæðingu á Íslandi. Frá áramótum hefur Bílaleiga Akureyrar fest kaup á um 140 hreinum rafbílum af ýmsum gerðum.

Má þar helst nefna stórglæsilegan KIA EV3 sem er með rúmlega 600 kílómetra drægni og hefur komið mjög vel út. Þá hafa verið keyptir yfir 50 Tesla bílar, 12 Audi og síðast en ekki síst 41 bíll frá BYD af tegundunum Dolphin, Atto og Sealion sem allir eru mjög spennandi. BYD er í dag stærsti rafbílaframleiðandi í heimi og verður gaman að sjá hvernig þeir reynast í flotanum okkar.

Telur fjöldi rafbíla í bílaflotanum nú alls um 800, auk þess sem um 1.250 tengiltvinnbílar tilheyra flotanum.