Við flytjum úr Skeifunni í Skútuvog 8

Skútuvogur 8, Reykjavík
Skútuvogur 8, Reykjavík

Föstudaginn 28. maí kl. 8:00 munum við opna nýja, rúmgóða og stórglæsilega aðstöðu í Skútuvogi 8 og þar með flytja alla okkar starfsemi úr Skeifunni 9. Við höfum ávallt kappkostað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Með þessum flutningum horfum við með eftirvæntingu til þess að bjóða viðskiptavinum enn betri þjónustu á nýjum stað.