Viðurkenning frá Rentalcars

Starfsfólk Bílaleigu Akureyrar á Reykjavíkurflugvelli með viðurkenninguna
Starfsfólk Bílaleigu Akureyrar á Reykjavíkurflugvelli með viðurkenninguna

Útleigustöð Bílaleigu Akureyrar á Reykjavíkurflugvelli fékk nýverið afhenta viðurkenningu frá fyrirtækinu Rentalcars sem er einn stærsti bílaleigumiðlari heims. Stöðin fékk viðurkenningu sem Customer Favourite Award þar sem að baki liggur endurgjöf frá viðskiptavinum þeirra vegna góðrar þjónustu, sem og atriðum eins og hlutfalli kvartana, hlutfalli viðskiptavina sem hafa samband, tjónahlutfall, Net Promoter Score auk fleiri atriða.
Við erum ákaflega stolt af viðurkenningunni og þeirri staðfestingu á framúrskarandi þjónustu sem í henni felst.