Höldur leggur ríka áherslu á að skapa starfsumhverfi þar sem öryggi, heilsa, líkamleg og andleg vellíðan starfsfólks er í forgrunni. Við leitumst við að lágmarka áhættu, koma í veg fyrir slys og heilsutjón með forvörnum og sterkri öryggisvitund.
Höldur framkvæmir reglulegt áhættumat í starfsemi félagsins og vinnur að stöðugum umbótum í öryggismálum. Við tryggjum að starfsfólk fái nauðsynlega þjálfun í öryggis- og vinnuverndarmálum og skráum öll atvik sem geta ógnað öryggi eða heilsu til að læra af reynslunni.
Samskipti er varða öryggi og heilbrigði eru opin og heiðarleg, bæði innan vinnustaðarins og gagnvart ytri hagsmunaaðilum. Við öxlum ábyrgð á eigin öryggi og öryggi annarra, bendum á það sem betur má fara, erum vakandi fyrir hættum og grípum til aðgerða til að fyrirbyggja slys eða óhöpp.
Við sýnum góða öryggishegðun og sköpum í sameiningu öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.
Opnunartímar | Hafa samband | Mínar síður | Langtímaleiga | Veftré | English
Höldur er leyfishafi Europcar International á Íslandi.
© Efni þessa vefs er varið höfundarrétti og afritun með öllu óheimil


