Fréttaveita

Höldur - Bílaleiga Akureyrar kaupir 70 Kia rafbíla

Höldur – Bílaleiga Akureyrar keypti nýverið 70 Kia E-Niro rafbíla af bílaumboðinu Öskju. Bílarnir eru með yfir 450 km drægi við bestu aðstæður. Þeir verða boðnir bæði í langtímaleigu sem og í skammtímaleigu til viðskiptavina Hölds.
Nánar

Tvöfalt verðgildi ferðagjafar.

Við tvöföldum verðgildi ferðagjafar* þegar þú leigir bíl á skammtímaleigu hjá einhverri af útleigustöðvum Bílaleigu Akureyrar um land allt. Þetta þýðir að 5.000 kr. ferðagjöf verður að 10.000 kr. greiðslu upp í bílaleigubíl.
Nánar

Spennandi störf hjá frábæru þjónustufyrirtæki

Við leitum að hressum, duglegum og þjónustulunduðum einstaklingum í sumarstörf og framtíðarstörf í afgreiðslu hjá Bílaleigu Akureyrar á starfstöðvum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavík.
Nánar

Við flytjum úr Skeifunni í Skútuvog 8

Föstudaginn 28. maí kl. 8:00 munum við opna nýja, rúmgóða og stórglæsilega aðstöðu í Skútuvogi 8 og þar með flytja alla okkar starfsemi úr Skeifunni 9
Nánar

100% rafknúnir Maxus sendi- og fólksbílar

Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. festi nýverið kaup á 100% rafknúnum Maxus sendi- og fólksbílum, e-Deliver 3 sendibílum og Euniq 7 sæta fólksbílum.
Nánar

Bílaleiga Akureyrar með 20 Hyundai Kona EV til leigu

Bílaleigan Akureyrar - Höldur ehf. hefur tekið við tuttugu bílum af gerðinni Hyundai Kona EV sem bílaleigan fékk afhenta nýlega hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ. Um er að ræða Premium útgáfu þessa 100% rafbíls sem búinn er ríkulegum öryggis- og þægindabúnaði ásamt stærri og langdrægari rafhlöðunni, 64 kWh, sem skilar snörpum 204 hestöflum og allt að 449 km drægni á rafhlöðunni.
Nánar

Höldur hlýtur jafnlaunavottun

Höldur hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Nánar

Bílaleiga Akureyrar styður við bakið á fremsta sundmanni landsins.

Bílaleiga Akureyrar gerði nýverið samning við einn fremsta sundmann landsins, Anton Svein Mckee. Anton Sveinn sem er margfaldur Íslandsmeistari í sundi gerðist nýlega atvinnnumaður í greininni. Hann gekk til liðs við Toronto Titans í Kanada og mun því synda í deild þeirra allra bestu á næstunni. Bílaleiga Akureyrar er ákaflega stolt af því að geta lagt þessum frábæra og metnaðarfulla sundmanni lið og óskum við Antoni Sveini góðs gengis í komandi verkefnum.
Nánar

Þvottur og bón á Egilsstöðum

Nú getur þú látið þrífa bílinn hjá okkur á Egilsstöðum. Við erum til húsa að Lagarbraut 4 í Fellabæ. Pantaðu tíma í þvott, bón og alþrif fyrir bílinn þinn í síma 461-6070 eða með því að senda okkur póst á netfangið egilsstadir@holdur.is. Við höfum opið milli 8 og 17 alla virka daga og tökum vel á móti þér.
Nánar

Bílaleiga Akureyrar styður Leikni Reykjavík

Á dögunum var nýr samstarfssamningur undirritaður í húsakynnum Leiknis. Samstarf milli félaganna má rekja allt aftur til ársins 2011 og því afar ánægjulegt að fjölga góðum samstarfsárum enn frekar.
Nánar