11.03.2020
Á dögunum var nýr samstarfssamningur undirritaður í húsakynnum Leiknis. Samstarf milli félaganna má rekja allt aftur til ársins 2011 og því afar ánægjulegt að fjölga góðum samstarfsárum enn frekar.
Nánar
13.02.2020
Starfsstöð Bílaleigu Akureyrar – Europcar á Keflavíkurflugvelli hlaut nýverið viðurkenningu frá Rentalcars.com sem eftirlætis bílaleiga viðskiptavina þeirra.
Nánar
24.01.2020
Við leitum að öflugum einstaklingi í starf stöðvarstjóra á starfssvæði Bílaleigu Akureyrar á Keflavíkurflugvelli.
Nánar
13.01.2020
Nýverið endurnýjaði Höldur - Bílaleiga Akureyrar samstarfssamning sinn við HSÍ. Við erum stolt af því að styðja við bakið á strákunum okkar en samstarfið má rekja allt aftur til ársins 1987.
Við sendum karlalandsliðinu baráttukveðjur á EM og fylgjumst spennt með -Áfram Ísland!
Nánar
02.04.2019
Vefurinn langtimaleiga.is er kominn í loftið. Meðal þess sem finna má á vefnum er reiknivél þar sem notendur síðunnar geta skoðað verð á bílum út frá ólíkum leigutíma, akstri og tryggingavernd. Þá er hægt að setja bíla í samanburð og bera saman ólíka bíla og leiðir í langtímaleigu.
Nánar
13.03.2019
Útleigustöð Bílaleigu Akureyrar á Reykjavíkurflugvelli fékk nýverið afhenta viðurkenningu frá fyrirtækinu Rentalcars sem er einn stærsti bílaleigumiðlari heims.
Nánar
15.02.2019
Viðskiptavinir Hölds – Bílaleigu Akureyrar, geta treyst því að bílar fyrirtækisins eru traustir og áreiðanlegir bílar og að ekki hefur verið átt við kílómetramæla þeirra á nokkurn hátt hvorki innan þess tíma sem bifreiðin er notuð til útleigu, né að þeim tíma loknum þegar komið er að sölu.
Nánar
14.02.2019
Höldur - Bílaleiga Akureyrar hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019 á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Það var mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sem afhenti verðlaunin.
Nánar
27.08.2018
Í lokahófi Volkswagen Open sem fram fór á Jaðarsvelli dagana 24. – 25. ágúst afhenti Steingrímur Birgisson forsjóri Hölds Bjarna Þórhallssyni formanni GA gjafabréf sem hljóðar upp á 1000 tré. Tré þessi verða gróðursett af starfsfólki Hölds í landi GA á haustdögum 2018.
Nánar
27.03.2018
Við leitum að harðduglegum og samviskusömum einstaklingi í framtíðarvinnu á starfsstöð Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni. Starfið felst í sölu notaðra bíla, ráðgjöf við viðskiptavini ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Nánar